Fyrirkomulag sjóðvals: 

 

Í upphafi fær hver kjósandi ákveðinn fjölda atkvæða til umráða. Þau eru lögð inn á reikning hans eða í sjóð hans. Síðan er jafnmörgum atkvæðum bætt við vegna hvers máls sem tekið  er fyrir til afgreiðslu.

Dæmi: Í upphafi fær hver þátttakandi 20 atkvæði og við hvert mál eru lögð í sjóð hans 5 atkvæði.

Hver kjósandi veðjar mismörgum atkvæðum í  máli, mörgum í máli, sem hann telur mikilvægt, engu í máli, sem hann lætur sig engu varða.

Í hverju máli geta verið tvö eða fleiri afbrigði. Kjósandinn metur fyrst hversu mörgum atkvæðum hann vill veðja til þess að það afbrigði sem hann telur best verði kosið frekar en það, sem hann vill síst. Kjósandi getur þannig veðjað misjafnlega mörgum atkvæðum á hvert afbrigði nema eitt. Kjósandi getur aldrei veðjað fleiri atkvæðum á einstakt afbrigði en hann á í sjóði.

Það afbrigði sem flestum atkvæðum er veðjað á sigrar. Af þeim sem stóðu að sigrinum eru dregin jafnmörg atkvæði og andstæðingar þess afbrigðis veðjuðu. Mál sem allir samþykkja kostar því ekki neitt atkvæði.